Stjarnan gerði færri mistök og jafnaði

Það var hart barist í leik Gróttu og Stjörnunnar í …
Það var hart barist í leik Gróttu og Stjörnunnar í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Deildarmeistarar Stjörnunnar jöfnuðu metin í 1:1, í viðureign sinni gegn Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handknattleik í gær. Stjarnan fagnaði sigri á Seltjarnarnesi, 25:22, í leik mikilla mistaka en Grótta hafði farið með sigur af hólmi í fyrsta leiknum í ótrúlegum spennuleik í Garðabænum þar sem úrslitin réðust í vítakeppni eftir tvíframlengdan leik.

Það er engu líkara en að sú maraþonviðureign hafi setið í leikmönnum beggja liða en þeir virkuðu margir hverjir ansi þreyttir á fjölum íþróttahússins á Nesinu í gær og mistökin sem þeir gerðu í leiknum voru ansi mörg og klaufaleg.

„Þetta var heldur betur lífsnauðsynlegur sigur hjá okkur eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, við Morgunblaðið eftir leikinn en eins og í fyrsta leiknum var hún atkvæðamest í Garðabæjarliðinu.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert