Valur á leið í úrslit?

Valsmenn verjast í leiknum gegn Potaissa Turda frá Rúmeníu á …
Valsmenn verjast í leiknum gegn Potaissa Turda frá Rúmeníu á laugardag. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Ekki verður annað sagt en að möguleikar Vals á því að komast í úrslit í Evrópukeppni í handbolta í annað sinn í sögu félagsins séu fínir eftir 30:22 sigur á Potaissa frá Rúmeníu í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Liðin mætast aftur á heimavelli Potaissa næstkomandi sunnudag og liðið sem hefur betur samanlagt kemst í úrslit.

Morgunblaðið spurði Guðlaug Arnarson, annan þjálfara Vals, að leiknum loknum, hvort hann teldi að átta mörk væri nógu gott forskot til að komast áfram? „Átta mörk er ekki nóg ef við ætlum að fara út til að halda því. Við þurfum að fara út til að vinna. Við getum ekki farið til Rúmeníu og hugsað um að við eigum átta mörk inni. Þar bíður okkar troðfullt hús og mikil læti. Þeir eru klárlega með sinn fimmtánda mann í stúkunni. Þetta verður mikil áskorun og mikið ævintýri fyrir okkur,“ sagði Guðlaugur og leikstjórnandinn Anton Rúnarsson tók í svipaðan streng.

„Það er mjög erfitt að segja til um hvort þetta sé nóg forskot. Auðvitað vill maður vinna með sem mestum mun enda snýst málið um það. Við munum spila á útivelli sem er alger gryfja miðað við myndböndin sem ég hef séð. Við þurfum því að eiga annan toppleik í næstu viku,“ sagði Anton við Morgunblaðið.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert