Patrekur tekur við Selfyssingum

Árni Steinn Steinþórsson og Patrekur Jóhannesson ræðast við þegar þeir …
Árni Steinn Steinþórsson og Patrekur Jóhannesson ræðast við þegar þeir voru báðir hjá Haukum. Nú eru þeir báðir á Selfossi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, verður næsti þjálfari karlaliðs Selfoss í handknattleik samkvæmt öruggum heimildum Sunnlenska.is. 

Samstarfinu við Stefán Árnason var slitið á dögunum eins og fram hefur komið. Samkvæmt frétt Sunnlenska er Patrekur búinn að samþykkja þriggja ára samning og verður einnig framkvæmdastjóri Handboltaakademíunnar á staðnum. 

Frétt Sunnlenska

Patrekur hefur áður stýrt félagsliðunum Stjörnunni, Val og Haukum og gerði Hauka að Íslandsmeisturum. 

Uppfært:

Handknattleiksdeild Selfoss sendi frá sér fréttatilkynningu laust fyrir miðnættið og staðfesti ráðningu Patreks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert