Selfoss komið yfir í úrslitaeinvíginu

Dijana Radojevic var markahæst hjá Selfossi í dag.
Dijana Radojevic var markahæst hjá Selfossi í dag. mbl.is/Golli

Selfoss er komið með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu við KA/Þór um sæti í efstu deild kvenna í handknattleik á næsta tímabili eftir fimm marka sigur, 29:24, í fyrsta leik liðanna í úrslitarimmunni í dag.

Staðan var hnífjöfn, 11:11, í hálfleik en eftir hlé voru það heimakonur á Selfossi sem voru sterkari aðilinn. Dijana Radojevic var óstöðvandi hjá Selfossi og skoraði 13 mörk, en hjá KA/Þór skoraði Martha Hermannsdóttir 8 mörk.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að útkljá einvígið en liðin mætast í öðrum leiknum á Akureyri á miðvikudaginn kemur klukkan 18.

Mörk Selfoss: Dijana Radojevic 13, Elva Rún Óskarsdóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Margrét Katrín Jónsdóttir 2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2, Adina Maria Ghidoarca 2, Katrín Ósk Magnúsdóttir 1, Arna Kristín Einarsdóttir 1.

Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 8, Erla Hleiður Tryggvadóttir 3, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Aldís Ásta Heimisdóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Kara Rún Árnadóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert