Stjarnan mætir Fram í úrslitum

Stjarnan lagði Gróttu að velli, 29:25, þegar liðin mættust í oddaleik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í Mýrinni í dag. Stjarnan hafði betur í einvíginu, 3:2, og mætir því Fram í úrslitaviðureign deildarinnar.

Helena Rut Örvarsdóttir og Rakel Dögg Bragadóttir voru markahæstar í liði Stjörnunnar með sex mörk hvor. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Laufey Ásta Guðmundsdóttir voru hins vegar atkvæðamestar í liði Gróttu með fimm mörk hvor. 

Leikurinn var afar sveiflukenndur, en fantafín frammistaða Stjörnunnar í fyrri hálfleik varð til þess að liðið fór með níu marka forystu inn í seinni hálfleikinn. Hægt og bítandi náði Grótta hins vegar að koma sér inn í leikinn og minnkaði muninn í eitt mark. 

Stjarnan var hins vegar sterkari aðilinn á lokakafla leiksins og tókst að innbyrða sigurinn. Grótta sem er ríkjandi Íslandsmeistari, en nú er ljóst að liðinu mun ekki takast að verja titil sinn. Stjarnan hefur beðið ósigur í úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn síðustu fjögur ár. 

Stjarnan 29:25 Grótta opna loka
60. mín. Leik lokið Leik lokið með 29:25-sigri Stjörnunnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert