Guðjón Valur orðinn markahæstur

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Ljósmynd/rhein-neckar-loewen.de

Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, er orðinn markahæstur í þýsku 1. deildinni í handknattleik.

Guðjón Val­ur skoraði 5 mörk fyrir Löwen í gærkvöld í sigri liðsins gegn Stutt­g­art, 31:21, og hann hefur þar með skoraði 185 mörk eða jafnmörg og Robert Weber úr Magdeburg. Fast á hæla þeirra kemur Philipp Weber, leikmaður Wetzlar, sem hefur skorað 183 mörk.

Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer, er í 16. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 132 mörk, Alexander Petersson úr Rhein-Neckar er í 39. sæti á markalistanum með 105 mörk og í sætinu þar fyrir aftan er Bjarki Már Elísson, Füchse Berlin, með 103.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert