Guðjón Valur í úrvalsliðinu (myndskeið)

Guðjón Valur Sigurðsson stekkur inn úr hraðaupphlaupi gegn Úkraínu.
Guðjón Valur Sigurðsson stekkur inn úr hraðaupphlaupi gegn Úkraínu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, var valinn besti vinstri hornamaður síðustu tveggja umferðanna í undankeppni Evrópumótsins. Evrópska handknattleikssambandið opinberaði úrvalsliðið í morgun.

Ísland tapaði þá fyrir Tékklandi á útivelli, 27:24, en vann Úkraínu á heimavelli 34:26 og tryggði sér með því farseðilinn á EM. Guðjón Valur var markahæstur í báðum leikjunum; skoraði níu mörk gegn Tékkum og átta gegn Úkraínu.

Úrvalsliðið er skipað eftirfarandi leikmönnum, en myndskeið af tilþrifum þeirra má sjá þar fyrir neðan.

Markvörður: Borko Ristovski, Makedóníu
Vinstri hornamaður: Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi
Vinstri skytta: Vuko Borozan, Svartfjallalandi
Leikstjórnandi: Tomas Babak, Tékklandi
Hægri skytta: Kiril Lazarov, Makedóníu
Hægri hornamaður: Kristian Björnsen, Noregi
Línumaður: Bjarte Myrhol, Noregi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert