Ísland mætir lærisveinum Kristjáns á EM

Íslendingar fagna sæti á EM í Króatíu.
Íslendingar fagna sæti á EM í Króatíu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland er í riðli með Króatíu, Serbíu og Svíþjóð í úrslitakeppni Evrópumóts karla í handknattleik sem fram fer í Króatíu í janúar á næsta ári, en dregið var í riðla í Zagreb, höfuðborg Króatíu, í dag.

Ísland er í A-riðli og leikur leiki sína í riðlinum í Spaladium-íþróttahúsinu í Split sem rúmar 10.900 áhorfendur. Kristján Andrésson þjálfar sænska liðið. 

Ríkjandi Evrópumeistarar Þýskalands eru með Svartfjallalandi, Slóveníu og Makedóníu í riðli og Tékkland, sem var með Íslendingum í undanriðli, mætir Danmörku, Spánverjum og Ungverjalandi. 

Riðlana fjóra má sjá hér að neðan: 

A-riðill: Króatía, Svíþjóð, Serbía, Ísland
B-riðill: Frakkland, Hvíta-Rússland, Noregur, Austurríki
C-riðill: Þýskaland, Makedónía, Svarfjallaland, Slóvenía
D-riðill: Spánn, Danmörk, Tékkland, Ungverjaland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert