Norðmenn ánægðir með dráttinn

Þórir Hergeirsson gerði Noreg að Evrópumeistara í desember síðastliðnum, og …
Þórir Hergeirsson gerði Noreg að Evrópumeistara í desember síðastliðnum, og heimsmeistara árið áður. AFP

Þórir Hergeirsson og hans konur í norska landsliðinu í handbolta eiga titil að verja á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í desember.

Dregið var í riðla fyrir HM í dag og þar kom í ljós að Norðmenn mæta meðal annars Svíum. Norska blaðið Nettavisen segir um draumariðil að ræða fyrir Noreg og Bent Svele, sérfræðingur TV 2, fagnar einnig niðurstöðunni.

Vinni Noregur sinn riðil mætir liðið því liði sem endar í 4. sæti A-riðils, sem líklegast er að verði Slóvenía eða Angóla, í 16-liða úrslitum.

Riðlarnir eru annars þannig skipaðir:

A-riðill: Frakkland, Rúmenía, Spánn, Slóvenía, Angóla, Paragvæ.

B-riðill: Noregur, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Argentína, Pólland.

C-riðill: Danmörk, Rússland, Brasilía, Svartfjallaland, Japan, Túnis.

D-riðill: Holland, Þýskaland, Serbía, Suður-Kórea, Kína, Kamerún.

Ísland er ekki með á mótinu eftir að hafa fallið út á fyrra stigi undankeppninnar á einu marki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert