Barcelona eða Paris SG

Aron Pálmarsson mundar boltinn í landsleik.
Aron Pálmarsson mundar boltinn í landsleik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stórliðin Barcelona og Paris SG bítast um að fá Aron Pálmarsson í sínar raðir frá ungverska meistaraliðinu Veszprém.

Spænska blaðið El Mundo Deportivo greindi frá því í gær að Aron sé búinn að ná samkomulagi við Barcelona, sem vonast til að fá leikmanninn í sumar þó svo hann eigi eitt ár eftir af samningi sínum við Veszprém.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er Paris SG einnig á höttunum eftir Aroni en boltinn er í höndum forráðamanna Veszprém. Þeir munu taka betra tilboðinu sem berst í Aron frá stórliðunum tveimur, sem hafa verið í hópi þeirra bestu í heimi undanfarin ár og hafa í sínum röðum frábæra handboltamenn.

Sjá fréttina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert