Bestur þriðja árið í röð

Sander Sagosen með skot gegn Frökkum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins.
Sander Sagosen með skot gegn Frökkum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins. AFP

Norski landsliðsmaðurinn Sander Sagosen hefur þriðja árið í röð verið útnefndur besti ungi handboltamaðurinn í heimi. Vefurinn Handball-Planet stóð fyrir valinu en almenningur og sérstök dómnefnd á vegum vefjarins tóku þátt í valinu.

Sagosen hafði betur í baráttunni við Svíann Jerry Tollbring, Slóvenann Blaz Janc og Frakkann Nedim Remili.

Sagosen, sem er 21 árs gamall, hefur undanfarin ár leikið með danska liðinu Aalborg undir stjórn Arons Kristjánssonar og verið samherji Arnórs Atlasonar, Stefáns Rafn Sigurmannssonar og Janusar Smára Daðasonar, en í sumar gengur hann í raðir franska stórliðsins Paris SG.

Sagosen var í janúar valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins sem fram fór í Frakklandi þar sem Norðmenn töpuðu í úrslitaleik gegn Frökkum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert