Tap gegn Noregi og Ísland í 12. sæti

Einar Baldvin Baldvinsson er hér að verja skot frá Norðmönnum …
Einar Baldvin Baldvinsson er hér að verja skot frá Norðmönnum í dag. Ljósmynd/IHF

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, endaði í 12. sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið er í Alsír.

Íslendingar, sem töpuðu í gær með eins marks mun fyrir Túnis í æsispennandi leik, biðu lægri hlut fyrir Norðmönnum um 11. sætið á mótinu en lokatölur urðu, 33:27. Norðmenn töpuðu í gær fyrir Dönum í 16-liða úrslitunum, 34:27.

Staðan var jöfn, 7:7, en þá sigldu Norðmenn fram úr og voru átta mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 20:12. Tólfta sætið varð því niðurstaðan hjá íslensku strákunum sem verður að teljast mikil vonbrigði.

Svíar höfnuðu í 15. sæti eftir sigur á Færeyingum, 33:21, en Færeyingar voru að taka þátt í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn og stóðu sig framar vonum.

Mörk Íslands: Sigtryggur Daði Rúnarsson 6, Elvar Örn Jónsson 5, Ómar Ingi Magnússon 4, Hákon Daði Styrmisson 3, Óðinn Þór Ríkharðsson 2, Kristján Örn Kristjánsson 2, Elliði Snær Viðarsson 2, Einar Baldvinsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1, Birkir Benediktsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert