Ísland hafnaði í 10. sæti á HM

Íslenska liðið fagnar á mótinu.
Íslenska liðið fagnar á mótinu. Ljósmynd/Heimasíða mótsins

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 19 ára og yngri hafnaði í 10. sæti á heimsmeistaramótinu í Georgíu eftir tap fyrir Þýskalandi, 37:26, í leiknum um níunda sætið í dag.

Þjóðverjar höfðu mikla yfirburði í leiknum og voru með sjö marka forskot í hálfleik, 21:14. Þeir héldu svo uppteknum hætti eftir hlé og tryggðu sér að lokum ellefu marka sigur, 37:26.

Teitur Örn Einarsson var sem fyrr markahæstur hjá Íslandi, en hann skoraði sex mörk. Þá varði Viktor Gísli Hallgrímsson 14 skot í markinu.

Mörk Íslands: Teitur Örn Einarsson 6, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 5, Birgir Már Birgisson 5, Hannes Grimm 4, Kristófer Sigurðsson 2, Örn Ostenberg 2, Orri Freyr Þorkelsson 1, Sveinn Brynjar Agnarsson 1.

Ísland vann alla leiki sína í riðlakeppninni en tapaði fyrir Svíþjóð í gær í 16-liða úrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert