Skrautlegt sjálfsmark hjá Landin (myndskeið)

Niklas Landin.
Niklas Landin. AFP

Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin, sem ver mark þýska liðsins Kiel, skoraði skrautlegt sjálfsmark þegar Kiel og Rhein-Neckar Löwen áttust við í meist­ara­bik­ar þýska hand­bolt­ans í gærkvöld.

Landin, sem af mörgum er talinn besti markvörður heims, varði skot frá Alexander Petersson í stöðunni 8:8 í slána. Boltinn fór út teiginn og ætlaði Landin að slá boltann aftur fyrir markið en ekki vildi betur til en svo að hann sló boltann í netið eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 28:28, en Löwen hafði betur í vítakeppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert