Dramatískt jafntefli í Grafarvogi

Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Selfoss í fyrstu …
Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Selfoss í fyrstu umferðinni. mbl.is/Golli

Mikil dramatík var í 17:17 jafntefli Fjölnis og Selfossi í lokaleik 2. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í Dalhúsum í Grafarvogi í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var gífurlega jafn og einkenndist af misheppnuðum sóknum beggja liða. Heimamenn settu m.a. fimm skot í stöngina og gestunum gekk illa að hitta á markrammann. Fjölnir var þó yfir lengst af en aldrei var munurinn meiri en tvö mörk og rétt fyrir hlé snéru Selfyssingar taflinu við, staðan 11:10 þeim í vil í hálfleik.

Fjölnismenn hófu síðari hálfleikinn kröftuglega en náðu sem fyrr ekki að slíta sig frá gestunum og skiptust liðin svo á að hafa forystu. Andrea Jacobsen var drjúg fyrir Fjölnir, skoraði fimm mörk en hún átti líka fjögur stangarskot af tíu hjá liðinu í leiknum, ótrúleg tölfræði. Hjá Selfossi voru það þær Harpa Sólveig Brynjarsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir sem voru erfiðar viðureignar, skoruðu sex og fimm mörk í leiknum.

Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka náði Selfoss að jafna metin og í kjölfarið af því byggja upp tveggja marka forystu. Fjölniskonur gáfust ekki upp og þegar örfáar sekúndur voru eftir jafnaði Helena Ósk Kristjánsdóttir metin. Selfyssingar tóku hins vegar snögga miðju og Perla Ruth Albertsdóttir skoraði frá miðju í autt mark og fögnuðu Selfyssingar ógurlega. Dómararnir tóku hins vegar langa tíma í að ræða þetta sín á milli og dæmdu svo að Perla hafi stigið yfir línuna þegar hún tók miðjuna og markið því ógilt, lokatölur 17:17 og fögnuðu Fjölnismenn mikið.

Fjölnir er því kominn með sitt fyrsta stig í vetur en Selfoss er með þrjú stig þegar tveimur umferðum er lokið. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Fjölnir 17:17 Selfoss opna loka
60. mín. Selfoss tekur leikhlé 40 sekúndur eftir!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert