Aron næstbesti en samt ekki með

Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson eru mikils metnir.
Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson eru mikils metnir. mbl.is/Golli

Þrátt fyrir að vera ekki skráður til keppni með Veszprém í Meistaradeild Evrópu í handbolta er Aron Pálmarsson álitinn næstbesti leikstjórnandinn í keppninni. Handknattleikssamband Evrópu fékk þjálfara liðanna í Meistaradeildinni til að kjósa um bestu leikmenn í hverri stöðu, og hlaut Aron 9 stig sem leikstjórnandi en Nikola Karabatic úr PSG hlaut 12.

Aron mun hins vegar ekki spila með Veszprém í að minnsta kosti fyrstu fimm umferðum Meistaradeildarinnar, og virðist ekki í myndinni hjá þjálfaranum Ljubomir Vranjes eftir að hafa skrópað á æfingu og farið til Íslands á undirbúningstímabilinu. Luca Cindric, leikmaður Vardar, var svo valinn 3. besti leikstjórnandinn með 7 stig.

Guðjón einn besti í sinni stöðu

Guðjón Valur Sigurðsson og Jonas Källman deila 3. sætinu yfir bestu vinstri hornamennina, en Þjóðverjinn Uwe Gensheimer hjá PSG hlaut yfirburðakosningu í þá stöðu. Arpad Sterbik úr Vardar var valinn besti markvörðurinn, Mikkel Hansen úr PSG besta vinstri skyttan, Laszlo Nagy úr Veszprém besta hægri skyttan, Luc Abalo úr PSG besti hægri hornamaðurinn og Julen Aguinagalde úr Kielce besti línumaðurinn.

Raul Gonzalez, þjálfari Evrópumeistara Vardar, var valinn besti þjálfarinn en Vranjes lenti í 2. sæti. Heimavöllur Veszprém var valinn sá besti, þriðja árið í röð. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert