Hlýtur að vera mér að kenna

Alfreð Gíslason þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason þjálfari Kiel. AFP

Byrjunin hjá Kiel á leiktíðinni er sú versta í mörg ár en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar töpuðu fyrir Wetzlar, 30:22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik eins og fram kom á mbl.is fyrr í kvöld.

Kiel hefur þar með tapað þremur af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni og situr í 9. sæti deildarinnar.

„Ég veit ekki hverju leikmenn mínir misstu sjálfstraustið. Það hlýtur að vera mér að kenna. Ég verð að spyrja mig hver sé ástæðan fyrir óörygginu í mínu liði,“ sagði Alfreð við fréttamenn eftir leikinn.

Næsti leikur Kiel er í Meistaradeildinni á sunnudaginn en þá sækir það pólska liðið Kielce heim. Kiel er búið að spila einn leik í Meistaradeildinni en það tapaði fyrir Paris SG á heimavelli um síðustu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert