Þriðja tapið hjá lærisveinum Alfreðs

Alfreð Gíslason þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason þjálfari Kiel. Ljósmynd/thw-handball.de

Það gengur illa hjá Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska handknattleiksliðinu Kiel.

Kiel steinlá í kvöld fyrir Wetzlar, 30:22, og liðið hefur þar með tapað þremur af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni.

Ragnar Jóhannsson skoraði 6 mörk fyrir Hüttenberg sem gerði jafntefli gegn Erlangen á útivelli, 26:26. Liðsmenn Hüttenberg jöfnuðu metin á elleftu stundu. 

Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Hüttenberg sem er með tvö stig í deildinni eftir sex leiki.

Bjarki Már Elísson er enn úr leik vegna meiðsla. Hann var því ekki með í kvöld þegar Füchse Berlín vann Stuttgart, 26:24, á heimavelli. Berlínarliðið er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert