Byrjaður að æfa en ekki að spila

Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. AFP

„Það var aðallega af öryggisástæðum sem ég var ekki með í [gær]kvöld. Ég er kominn á fullt á æfingum með liðinu en finn aðeins fyrir í kálfanum og því var ákveðið að ég yrði ekki með að þessu sinni. Ég verð nær örugglega með í næsta leik sem verður eftir viku,“ sagði Bjarki Már Elísson, handknattleiksmaður hjá Füchse Berlín.

Hann hefur ekki enn leikið með liðinu sökum meiðsla sem hann hlaut í kálfa um mánaðamótin júlí og ágúst. „Þótt maður sé orðinn óþreyjufullur að komast út á völlinn aftur þá er betra að gefa sér lengri tíma en skemmri til þess að jafna sig,“ sagði Bjarki Már ennfremur.

Füchse Berlin vann í gærkvöldi fjórða leik sinn í þýsku 1. deildinni, að þessu sinni gegn Stuttgart, 26:24, á heimavelli í Max Schmeling-íþróttahöllinni í höfuðborginni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert