Níu marka sigur Akureyringa

Brynjar Hólm Grétarsson skoraði 11 mörk fyrir Akureyringa í kvöld.
Brynjar Hólm Grétarsson skoraði 11 mörk fyrir Akureyringa í kvöld. mbl.is/Þórir Ó. Tryggvason

Akureyri gerði góða ferð til Vestmannaeyja í kvöld en liðið vann öruggan sigur á ÍBV-U, 35:26, í Grill66-deild karla í handknattleik.

Logi Snædal Jónsson var markahæstur í liði Eyjamanna með 6 mörk og Daníel Örn Griffin 5 en hjá Akureyrarliðinu var Brynjar Grétarsson atkvæðamestur með 11 mörk, Hafþór Vignisson skoraði 6 og Karolis Stropus 5.

Akureyri er með 4 stig eftir tvo leiki en Eyjamenn eru án stiga.

HK og KA hafa einnig fjögur stig eftir tvo leiki. HK vann Stjörnuna-U, 34:24, í Digranesi í kvöld á sama tíma og KA lagði Míluna, 25:22, á Selfossi. Andri Snær Stefánsson var markahæstur hjá KA með 9 mörk en Rúnar Hjálmarsson var atkvæðamestur í liði Mílunnar með sjö mörk. 

Kristófer Dagur Sigurðsson var markahæstur hjá HK í öruggum sigri á Stjörnunni-U. Hann skoraði níu sinnum. Kristján Ottó Hjálmsson var næstu með fimm mörk. Birgir Steinn Jónsson skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna og Hlynur Bjarnason fimm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert