Þróttur og Haukar með sigra

Jóhann Gunnar Einarsson skoraði sex mörk fyrir Hvíta riddarann.
Jóhann Gunnar Einarsson skoraði sex mörk fyrir Hvíta riddarann. mbl.is/Árni Sæberg

Þróttur fékk sín fyrstu stig í 1. deild karla í handknattleik, Grill 66 deildinni, með sigri á ungmennaliði Vals, 24:20, á útivelli í kvöld. Viktor Jóhannsson skoraði sex mörk fyrir Þrótt og Magnús Öder Einarsson fimm. Arnór Snær Óskarsson og Sigurvin Ármannson voru með fimm mörk hvor hjá Val. 

Orri Freyr Þorkelsson fór á kostum fyrir ungmennalið Hauka sem vann Hvíta riddarann, 33:24 í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Orri skoraði 12 mörk og var markahæstur. Hallur Kristinn Þorsteinsson skoraði sex fyrir Hauka. 

Jóhann Gunnar Einarsson var markahæstur í liði Hvíta riddarans með sex mörk og Kristinn Pétursson skoraði fjögur. 

Mörk Vals U: Sigurvin Ármannsson 5, Arnór Snær Óskarsson 5, Þorgils Jón Svölu Baldursson 4, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 2, Fannar Örn Þorbjörnsson 1, Tumi Steinn Rúnarsson 1, Viktor Andri Jónsson 1, Gunnar Harðarson 1. 

Mörk Þróttar: Viktor Jóhannsson 6, Magnús Öder Einarsson 5, Sævar Eiðsson 3, Axel Sveinsson 3, Aron Heiðar Guðmundsson 3, Aron Valur Jóhannsson 2, Ólafur Guðni Eiríksson 1, Þröstur Barkason 1. 

Mörk Hauka U: Orri Freyr Þorkelsson 12, Hallur Kristinn Þorsteinsson 6, Elías Már Halldórsson 5, Hjörleifur Sumarliðason 4, Andri Björnsson 2, Þórarinn Leví Traustason 2, Arnar Gauti Arnarsson 1, Jörgen Freyr Ólafsson 1. 

Mörk Hvíta riddarans: Jóhann Gunnar Einarsson 6, Kristinn Pétursson 4, Ófeigur Ragnarsson 3, Bjarki Þór Kristinsson 2, Reynir Ingi Árnason 2, Unnar Karl Jónsson 2, Þrándur Gíslason Roth 2, Theódór Elmar Karlsson 1, Aron Eyrbekk Gylfason 1, Kristófer Beck 1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert