Ágúst framlengir við FH

Ágúst Birgisson.
Ágúst Birgisson. mbl.is/Árni Sæberg

Ágúst Birgisson, línumaðurinn sterki og varnarjaxlinn, hefur gert nýjan samning við handknattleiksdeild FH og gildir samningurinn til ársins 2020.

„Við erum feykilega ánægð hjá Fimleikafélaginu með að hafa náð að klára nýjan samning við Ágúst á þessum tímapunkti. Gústi er drengur góður sem gefur mikið af sér innan sem utan vallar. Frábær handboltamaður og mikil fyrirmynd innan okkar félags,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH.

„Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir FH sem félag þegar leikmenn vilja vera hjá okkur til langs tíma, það segir okkur að við erum að gera eitthvað rétt.“

Ágúst gekk til liðs við FH frá Aftureldingu í janúar á síðasta ári. Hann var valinn besti varnarmaðurinn í Olís-deildinni á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert