Stálheppnir Eyjamenn

Eyjamaðurinn Logi Snædal Jónsson reynir skot að marki Gróttu í …
Eyjamaðurinn Logi Snædal Jónsson reynir skot að marki Gróttu í kvöld. mbl.is/Eggert

Eyjamenn sluppu með skrekkinn úr viðureign sinni við Gróttu í Olís-deild karla í handknattleik í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Þeir unnu með eins marks mun, 24:23, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 16:9. Þórir Jökull Finnbogason fékk kjörið tækifæri til þess að jafna metin þegar 16 sekúndur voru til leiksloka en brást bogalistinn í skoti eftir hraðaupphlaup.

ÍBV skoraði aðeins átta mörk í síðari hálfleik. Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu, átti stórleik og varð tæp 20 skot, þar af tvö vítaköst. Flest skotin varði hann í síðari hálfleik. 

Eyjamenn voru með tögl og hagldir í fyrri hálfleik en taflið snerist við í síðari hálfleik. Gróttumenn léku eins og þeir sem valdið hafa og sýndu allt aðra hlið á sér en í fyrr hálfleik. Að sama skapi féllu Eyjamenn í kæruleysi á upphafsmínútum síðari hálfleiks sem kom þeim í koll.

Grótta jafnaði metin 18:18 eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik. Aftur tókst þeim að saxa á forskot ÍBV sem var komið með þriggja marka forystu þegar skammt var til leiksloka, 23:20.

ÍBV hefur fjögur stig eftir þrjá leiki en Grótta situr sem fyrr á botninum án stiga en getur svo sannarlega önglað í stig á næstunni með liðið í viðlíka formi og það var í í síðari hálfleik að þessu sinni.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Grótta 23:24 ÍBV opna loka
60. mín. Júlíus Þórir Stefánsson (Grótta) skoraði mark - Gróttumenn eru ekki af baki dottnir, 50 sekúndur til leiksloka.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert