Stórsigur ÍR-inga í Víkinni

Halldór Logi Árnason og félagar í ÍR fara vel af …
Halldór Logi Árnason og félagar í ÍR fara vel af stað í Olís-deildinni í handknattleik. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Nýliðar ÍR unnu annan leik sinn í úrvalsdeildinni í handknattleik á þessari leiktíð þegar þeir unnu aðra nýliða Olís-deildar karla, Víking, 32:24, í Víkinni að viðstöddum liðlega 300 áhorfendum. Eftir jafnan fyrri hálfleik var ÍR marki yfir í hálfleik, 15:14.

ÍR byrjaði síðari hálfleik af krafti og skoraði fimm fyrstu mörkin. Víkingar skoruðu ekki sitt fyrsta mark í síðari hálfleik fyrr en eftir átta mínútur. Þeim tókst aldrei að brúa bili, þvert á móti þá bættu ÍR-ingar í forskot sitt og unnu að lokum sannfærandi sigur.

Bestur Víkinga var Hlynur Óttarsson með 5 mörk úr 5 skotum aðrir voru 
langt frá sínu besta.

Bestur ÍR-inga var hinn ungi Sveinn Andri Sveinsson með 7 mörk auk þess 
að fiska nokkur víti. Björgvin Þór Hólmgeirsson lék ekki með ÍR-ingum vegna meiðsla í baki.

ÍR hefur þar með fjögur stig eftir þrjá leiki en Víkingar eru með eitt stig ásamt Fram, Fjölni og Aftureldingu.

Mörk Víkings: Hlynur Óttarsson 5, Birgir Már Birgisson 3, Egidijus Mikalonis 3, Jón Hjálmarsson 3, Víglundur Jarl Þórsson 3, Ægir Hrafn Jónsson 3, Jón Bragi Hafsteinsson 2, Guðmundur Birgir Ægisson 1, Kristófer Daðason 1.

Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 8, Bergvin Þór Gíslason 7, Sveinn Andri Sveinsson 7, Elías Bóasson 3, Kristján Orri Jóhannsson 3, Halldór Logi Árnason 2, Daníel Ingi Guðmundsson 1, Davíð Georgsson 1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert