Gylfi gaf von í stundarkorn

Ashley Williams skallar hér fyrirgjöf Gylfa Þórs Sigurðssonar í netið …
Ashley Williams skallar hér fyrirgjöf Gylfa Þórs Sigurðssonar í netið og jafnar metin fyrir Everton gegn Lyon í leik liðanna í gærkvöldi. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hjá Everton eiga þungan róður fyrir höndum í Evrópudeildinni í knattspyrnu þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Liðið er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki og farið er að hitna verulega undir knattspyrnustjóranum Ronald Koeman.

Gylfi var settur á bekkinn fyrir viðureign liðsins við Lyon í gærkvöldi en var kallaður til leiks snemma í síðari hálfleik þegar Everton var marki undir. Hann kom með mikinn kraft inn í liðið og lagði upp jöfnunarmark fyrir Ashley Williams með hnitmiðaðri aukaspyrnu á 69. mínútu. Aðeins örskömmu síðar átti Gylfi svo skot í stöng, beint úr aukaspyrnu, og virtist ætla að færa Everton þann kraft sem þurfti.

Þær vonir urðu hins vegar að engu þegar Lyon skoraði sigurmarkið með hælspyrnu eftir skyndisókn sem skilur Gylfa og félaga eftir á botni riðilsins. Liðið er fjórum stigum á eftir Lyon sem er í öðru sætinu, en efstu tvö liðin komast áfram.

Everton er hins vegar ekki eina Íslendingaliðið sem er í slæmum málum, því Viðar Örn Kjartansson og lið hans Maccabi Tel Aviv er einnig á botni síns riðils með eitt stig eftir stórtap fyrir Astana, 4:0. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert