Misjafnt gengi hjá Íslendingunum

Janus Daði Smárason í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta.
Janus Daði Smárason í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Janus Daði Smárason skoraði tvö marka Aalborgar sem lagði Ribe-Esbjerg að velli, 29:25, í áttundu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta karla í dag. Arnór Atlason náði ekki að skora fyrir Aalborg sem leikur undir stjórn Arons Kristjánssonar.  

Ólafur Gústafsson skoraði þrjú mörk fyrir Kolding sem gerði 27:27-jafntefli gegn Tønder. Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark í 28:27-tapi Aarhus gegn Mors-Thy, en Ómar Ingi Magnússon og Sigvaldi Guðjónsson komust ekki á blað hjá liðinu.

Tandri Már Konráðsson lét ekki að sér kveða í markaskorun þegar lið hans, Skjern, laut í lægra haldi, 26:19, gegn Bjerringbro-Silkeborg.   

Skjern, Aarhus og Aalborg hafa hvert um sig 10 stig og sitja í þriðja til sjötta sæti deildarinnar. Kolding hefur síðan átta stig í áttunda sæti deildarinnar.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert