Æfum eins og fávitar í hálfan mánuð

Heimir Óli Heimisson
Heimir Óli Heimisson mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Við urðum kærulausir, hver einn og einasti," sagði Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka eftir 24:23-tap gegn Selfossi í Olísdeild karla í handbolta. Haukar komust sex mörkum yfir en eftir æsispennandi lokamínútur tókst Selfyssingum að tryggja sér sigur. 

„Við förum að klúðra færum og Selfyssingarnir koma harðir á okkur og fara að berja okkur og við bökkum, eitthvað sem við höfum ekki verið að gera en við gerðum núna. Þeir voru betri í seinni hálfleik á öllum sviðum handboltans og áttu þetta skilið. Það er lítið sem ég get sagt við því."

En hvernig svarar maður svona tapi? 

„Við fáum hálfan mánuð til að æfa eins og fávitar, við verðum að svara með sigri," sagði hann að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert