Var sofnaður klukkan níu á kvöldin fyrstu vikurnar

Þráinn Orri Jónsson í leik með Elverum gegn Gorenje í …
Þráinn Orri Jónsson í leik með Elverum gegn Gorenje í Meistaradeildinni í handbolta. Þátttaka í deildinni er ný reynsla fyrir Þráin.

„Óhætt er að segja að þetta hafi verið stærra stökk en mig óraði fyrir. Hraðinn í handboltanum í Noregi er til dæmis mikið meiri en heima, svo dæmi sé tekið og skipulagið betra,“ sagði Þráinn Orri Jónsson handknattleiksmaður við Morgunblaðið í gær en hann fluttist í sumar frá Gróttu til Noregsmeistara Elverum.

„Hraðinn er mikið meiri hér úti eins og Aftureldingarmenn fengu til dæmis að finna fyrir í haust þegar þeir mættu Bækkelaget og hreinlega sprungu eftir 45 mínútna leik. Hér er til dæmis alltaf hlaupið í bakið á andstæðingnum, ólíkt því sem er heima. Auk þess sem allt skipulag á þessum upphlaupum er betra en heima á Íslandi þar sem fyrst og fremst er horft til þess hvað hornamennirnir gera. Ef þeir komast ekki í skotfæri þá er sókninni oft lokið í bili og lítið meira að frétta,“ sagði Þráinn Orri sem segist hafa verið góðan tíma að jafna sig á breyttum aðstæðum í boltanum fyrst eftir að hann flutti út.

„Ég var úrvinda eftir dagana og var oft sofnaður klukkan níu á kvöldið. Heima gat ég leikið 60 mínútur en hér úti held ég að maður héldi ekki út heilan leik á þeim hraða sem hér er, ekki að minnsta kosti eins og standið var á mér þegar kom út,“ sagði Þráinn Orri sem er einn þriggja línumanna Noregsmeistaranna.

Sjá viðtal við Þráinn Orra í heild í íþróttablaði  Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert