ÍR-ingar mikið sterkari í Safamýri

ÍR-ingurinn Sveinn Andri Sveinsson sækir að vörn Fram í dag …
ÍR-ingurinn Sveinn Andri Sveinsson sækir að vörn Fram í dag þar sem Arnar Birkir Hálfdánsson er til varnar. mbl.is/Hari

ÍR-ingar voru mikið sterkari en Framarar í heimsókn sinnni í Safamýri í dag í viðureign liðanna í 10. umferð Olís-deildar karla í handknattleik. Nánast frá upphafi virtist ekki leika vafi á um hvort liðið færi með sigur út býtum. ÍR var níu mörkum yfir í hálfleik, 16:7, og komst upp að hlið Fram með átta stig með þessum sigri.

Sóknarleikurinn brást algjörlega hjá Fram-liðinu í fyrri hálfleik. Fyrstu 10 mínúturnar gáfu svo sannarlega tóninn þegar liðið skoraði aðeins eitt mark. Mestu munaði að ÍR-ingar klipptu Arnari Birki Hálfdánssyni út en hann hefur verið skeinuhættasti leikmaður Fram-liðsins. Þeir sem eftir stóðu höfðu lítt að gera í baráttuglaða ÍR-inga sem auk þess voru með traustan markvörð, Grétar Ara Guðjónsson. Munurinn jókst jafnt og þétt eftir því sem á leið fyrri hálfleik. Þegar honum var lokið var ÍR með níu marka forskot, 16:7, eftir að hafa skorað helming marka sinn á síðustu 10 mínútunum gegn aðeins tveimur mörkum Framara.

Framarar reyndu í byrjun síðari hálfleiks að brjóta upp leikinn með sjö sóknarmönnum. Sú breyting hafði lítið að segja. ÍR-ingar héldu sínu striki og leikur Framarar batnaði lítt. Þeir voru 10-11 mörkum yfir nær allan hálfleikinn. Á síðustu tíu mínútunum leystist leikurinn aðeins upp og Fram kom muninum niður í sex mörk. Nær komust þeir ekki enda voru þeir slakari á öllum sviðum leiksins en ÍR-ingar að þessu sinni.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Fram 24:32 ÍR opna loka
60. mín. Fram tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert