Valur fór á toppinn

Einar Ingi Hrafnsson í skotstöðu en Valsarinn Alexander Örn Júlíusson …
Einar Ingi Hrafnsson í skotstöðu en Valsarinn Alexander Örn Júlíusson er ekki langt undan. mbl.is/Eggert

Íslands-og bikarmeistarar Vals tylltu sér á topp Olís-deildar karla í handknattleik eftir sigur gegn Aftureldingu að Varmá í kvöld, 28:23.

Valsmenn eru með eins stigs forskot á FH-inga í toppsæti deildarinnar en baráttan er hörð á toppnum. Afturelding er hins vegar áfram í 9. Sæti deildarinnar en eftir þrjá sigurleiki í röð þurftu Mosfellingar að játa sig sigraða.

Valur var marki yfir eftir fyrri hálfleikinn, 12:11, en náði fimm marka forskoti um miðjan seinni hálfleik og þann mun náðu Mosfellingar ekki að brúa. Þeir misstu móðinn og Valsmenn sigldu sigrinum af öryggi í hús.

Varnarleikur beggja liða var með ágætum og markvarslan nokkuð góð, sérstaklega hjá Valsmönnum. Anton Rúnarsson stjórnaði leik Íslandsmeistaranna af festu, Magnús Óli Magnússon var ógnandi og skoraði nokkur glæsileg mörk og Ýmir Örn Gíslason góður á línunni sem og í varnarleiknum.

Árni Bragi Eyjólfsson og Elvar Ásgeirsson voru fremstir á meðal jafningja í liði Aftureldingar sem er nokkuð vængbrotið um þessar mundir.

Valsarinn Ýmir Örn Gíslason á auðum sjó. Böðvar Páll Ásgeirsson …
Valsarinn Ýmir Örn Gíslason á auðum sjó. Böðvar Páll Ásgeirsson og Árni Bragi Eyjólfsson fylgjast grannt með. mbl.is/Eggert
Afturelding 23:28 Valur opna loka
60. mín. Kolbeinn Aron Ingibjargarson (Afturelding) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert