Grótta gjörsigraði Víkinga

Fast tekist á í viðureign Gróttu og Víkings á Seltjarnarnesi …
Fast tekist á í viðureign Gróttu og Víkings á Seltjarnarnesi í kvöld þar sem Gróttumenn unnu að loknum með 11 marka mun, 30:19. leikmenn Víkings reyna hér að stöðva Pétur Árna Hauksson, leikmann Gróttu. mbl.is/Árni Sæberg

Grótta vann botnslaginn gegn Víkingi R., 30:19, í 10. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Gróttumenn unnu sinn fyrsta leik í vetur í síðustu umferð þegar þeir mættu Selfossi en Víkingar voru að leita að sínum fyrsta sigri í vetur eftir að hafa sótt sterkt jafntefli gegn Haukum í síðasta leik.

Leikurinn fór fjörlega af stað og ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Það fór ekki mikið fyrir varnarleik beggja meginn og mikið um opin færi en leikmönnum gekk illa að nýta þau, ásamt því að þeir Hreiðar Levý Guðmundsson og Davið Hlíðdal Svansson stóðu vaktina vel á milli stanganna. Liðin skiptust á að hafa forystuna þangað til að heimamenn fóru að finna taktinn og enduðu þeir fyrri hálfleikinn vel en staðan var 12:9 í hléinu.

Leikmenn Víkinga voru svo hreinlega steinrunnir í byrjun seinni hálfleiks og misstu Gróttu frá sér sem gekk á lagið og spilaði á köflum frábærlega. Finnur Stefánsson var sterkur í liði Gróttu og skoraði átta mörk og sömuleiðis var Hreiðar Levý Guðmundsson frábær í markinu með 15 markvörslur, margar þeirra dauðafæri. Flestir bjuggust við spennandi og jöfnum leik hér í kvöld og áhugavert verður að sjá hvernig Víkingar koma til baka eftir þetta tap.

Með sigrinum fer Grótta í 4 stig, upp úr fallsæti og í það 10. Víkingar hins vegar detta niður í botnsætið og erum áfram án sigurs með þrjú stig. Grótta heimsækir Fjölni í næstu umferð og mun þar freista þess að reyna vinna þriðja sigurinn í röð en Víkingar taka á móti Selfyssingum.

Grótta 30:19 Víkingur opna loka
60. mín. Þórir Bjarni Traustason (Grótta) fiskar víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert