Ísland í erfiðum riðli

Lovísa Thompson.
Lovísa Thompson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í morgun var dregið í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna U20 ára liða í handknattleik og var Ísland meðal annars í hattinum.

Íslenska liðið var dregið í riðil með Makedóníu, Þýskalandi og Litháen, en efsta þjóðin kemst í lokakeppnina sem haldin verður í Ungverjalandi í júlí á næsta ári.

Riðillinn verður leikinn 23.-25. mars næstkomandi, en lokakeppnin fer fram 1.-15. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert