Líður vel á toppnum

Ýmir Örn Gíslason í færi á línunni gegn Aftureldingu í …
Ýmir Örn Gíslason í færi á línunni gegn Aftureldingu í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er gott að við erum komnir á toppinn. Þar líður okkur vel. Er ekki heitt þar?“ sagði Valsmaðurinn öflugi Ýmir Örn Gíslason við Morgunblaðið eftir fimm marka sigur gegn Aftureldingu, 28:23, á Varmá í gær. Með sigrinum komust Íslands- og bikarmeistararnir á toppinn, eru stigi á undan FH-ingum sem hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum.

Ýmir Örn skilaði svo sannarlega góðum leik og það kæmi undirrituðum mjög á óvart ef pilturinn færi ekki út í atvinnumennsku eftir þessa leiktíð. Ýmir er frábær varnarmaður og í fjarveru bróður síns, Orra Freys, sem er meiddur, leysir hann línustöðuna og varnarmenn Aftureldingar réðu ekkert við hann. Ýmir skoraði fjögur mörk af línunni og fiskaði fjögur vítaköst.

„Það er gott að geta gert eitthvað fyrir liðið þótt línustaðan sé ekki mín venjulega staða. Mér finnst mjög gaman að spila á línunni og gaman að vera í átökunum í vörninni,“ sagði Ýmir.

Nánar er fjallað um leiki gærkvöldsins í Olís-deild karla í handknattleik í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert