Omeyer er ekkert á því að hætta

Thierry Omeyer er orðinn 41 árs.
Thierry Omeyer er orðinn 41 árs. AFP

Thierry Omeyer, einn besti handknattleiksmarkvörður síðari tíma, er ekkert á því að hætta eftir tímabilið þrátt fyrir að vera orðinn 41 árs gamall.

Omeyer er enn á meðal bestu markvarða heims og stendur á milli stanganna hjá PSG í Frakklandi, en franski miðillinn L‘Equipe greinir frá því að hann muni skrifa undir nýjan samning við félagið sem gildi út tímabilið 2019. Núgildandi samningur rennur út eftir tímabilið.

Hinn 41 árs gamli Omeyer hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna í handboltanum, en hann hefur spilað með PSG frá árinu 2014. Þangað kom hann frá Montpellier, en arftaki hans hjá PSG mun einnig koma þaðan.

PSG hefur samið við Vincent Gerard, sem nú ver mark Montpellier, um að ganga til liðs við sig sumarið 2019 og gildir sá samningur til ársins 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert