Toppliðið fékk tvö stig í Mosfellsbænum

Einar Ingi Hrafnsson skýtur að marki FH-inga. Jóhann Karl Reynisson …
Einar Ingi Hrafnsson skýtur að marki FH-inga. Jóhann Karl Reynisson fylgist grannt með. mbl.is/Hari

FH sigraði Aftureldingu 33:29 í 13. umferð Olísdeildar karla í handbolta í Mosfellsbænum í kvöld. FH er í toppsæti deildarinnar með 22 stig og Afturelding í 7. sæti með 11 stig. 

Mörkin hlóðust á töfluna í jöfnum fyrri hálfleik þar sem markvarslan var lítil. FH hafði þá yfir 17:16 en aldrei var mikill munur á liðunum. FH-ingar byrjuðu betur í síðari hálfleik og voru um tíma þremur mörkum yfir. Afturelding var aldrei langt undan og tókst að jafna en liðið komst þó ekki yfir. Þegar þrjár mínútur voru eftir höfðu FH-ingar aftur náð þriggja marka forskoti og lönduðu sigri. 

FH hefur unnið ellefu af þrettán leikjum sínum í deildinni og liðið er stöðugt í leik sínum. Ásbjörn Friðriksson nýtti vítin vel í kvöld og var markahæstur með 8/6 mörk. Gísli Kristjánsson og Einar Rafn Eiðsson skoruðu 6 mörk hvor. Markverðir FH vörðu samtals 9 skot.

Elvar Ásgeirsson var besti maður vallarins og skoraði 11 mörk. Flest þeirra með skotum fyrir utan. Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 5/2 mörk fyrir Aftureldingu. Markverðir Aftureldingar vörðu samtals 10 skot. 

Afturelding 29:33 FH opna loka
60. mín. Arnar Freyr Ársælsson (FH) skoraði mark Úr horninu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert