Eyrarsundsuppgjör á HM

Johanna Westberg fagnar marki fyrir Svía gegn Slóveníu í gær.
Johanna Westberg fagnar marki fyrir Svía gegn Slóveníu í gær. AFP

Svíar og Danir mætast í uppgjöri í átta liða úrslitum á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik annað kvöld. Þetta var ljóst eftir að lið beggja þjóða fögnuðu sigri í 16 liða úrslitum í gær. Danir unnu gestgjafa Þýskalands, 21:17, í Magdeburg. Á sama tíma kjöldrógu leikmenn sænska landsliðsins slóvensku landsliðkonurnar, 33:21, í Leipzig-Arena.

Sænska landsliðið er til alls líklegt á mótinu ef marka má að minnsta kosti tvo síðustu leiki liðsins því áður en Svíar skelltu Slóvenum í gær höfðu þeir unnið heimsmeistara Noregs á föstudagskvöldið.

Danir voru í sjöunda himni í gærkvöldi eftir sigurinn á Þjóðverjum. Varnarleikur danska liðsins var til fyrirmyndar og að baki vörninni fór Sandra Toft á kostum í markinu. „Hún hefur nánast sprengt skalann,“ sagði Bent Nyegaard, sérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2, í umsögn sinni um leikmenn danska landsliðsins. Nyegaard hélt nást ekki vatni yfir frammistöðu danska liðsins í heild. „Þjóðverjar áttu ekki möguleika vegna þess að danska liðið lék afar vel í 40 mínútur,“ sagði fyrrverandi þjálfari Fram og ÍR einnig.

Nánar er fjallað um HM kvenna í handknattleik í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert