Einn sá besti til Patreks

Mattias Andersson verður í þjálfarateymi Patreks.
Mattias Andersson verður í þjálfarateymi Patreks. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Sænski markmaðurinn Mattias Andersson hefur samið við austurríska handboltasambandið og mun hann verða markvarðaþjálfari karlalandsliðið næsta sumar ásamt því að koma að þjálfun yngri landsliða Austurríkis. 

Andersson hefur lengi verið einn besti markmaður heims. Hann leikur með þýska liðinu Flensborg, sem er eitt það besta í Evrópu. Hann á m.a. Barcelona og Kiel á ferlinum. Hann hefur fjórum sinnum orðið þýskur meistari og tvisvar Evrópumeistari félagsliða. 

Patrekur Jóhannesson þjálfar austurríska liðið og fær hann því góðan félaga sér til aðstoðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert