Stórleikur Óskars dugði ekki til

Óskar Ólafsson átti mjög góðan leik í kvöld.
Óskar Ólafsson átti mjög góðan leik í kvöld. Ljósmynd/Drammen

Óskar Ólafsson átti stórleik fyrir Drammen sem sem varð að gera sér að góðu 30:28-tap fyrir Fyllingen í norsku A-deildinni í handbolta í dag. Óskar skoraði átta mörk og var markahæstur á vellinum. 

Þráinn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Elverum sem vann Halden á útivelli, 34:26. Elverum er í 3. sæti deildarinnar með 17 stig og Drammen í 4. sæti með 16 stig, en Elverum hefur leikið tveimur leikjum minna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert