Perla og Elvar íþróttafólk Selfoss

Elvar og Perla ásamt Guðmundi Kr. Jónssyni, formanni ungmennafélagsins
Elvar og Perla ásamt Guðmundi Kr. Jónssyni, formanni ungmennafélagsins Ljósmynd/Guðmundur Karl

Handknattleiksfólkið Perla Ruth Albertsdóttir og Elvar Örn Jónsson voru valin íþróttakona og íþróttakarl ársins 2017 hjá Ungmennafélagi Selfoss, en verðlaunahátíð félagsins var haldin í félagsheimilinu Tíbrá í kvöld.

Perla Ruth er lykilleikmaður í ungu liði Selfoss sem tryggði sér áframhaldandi sæti í Olísdeildinni í vor og situr í 6. sæti deildarinnar sem stendur. Perla hefur skorað um 150 mörk á árinu og var valin nokkrum sinnum í æfingahóp A-landsliðsins á árinu og lék þrjá fyrstu landsleiki sína í nóvember, var alltaf í byrjunarliði og skoraði 10 mörk.

Elvar Örn er fyrirliði ungs liðs meistaraflokks Selfoss í handbolta, sem er stendur í 4. sæti Olísdeildarinnar. Elvar var í lykilhlutverki með U21 landsliðinu í forkeppni og lokakeppni HM í sumar. Hann hefur einnig verið valinn í A-landsliðshópinn tvisvar sinnum á árinu og var valinn besti miðjumaður Olisdeildarinnar síðastliðið vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert