Þórir í sjöunda úrslitaleikinn á átta árum

Veronica Kristiansen fagnar einu af fimm mörkum sínum í dag.
Veronica Kristiansen fagnar einu af fimm mörkum sínum í dag. AFP

Norska kvennalandsliðið í handbolta átti ekki í miklum erfiðleikum með að sigra það hollenska í undanúrslitum á HM í Þýskalandi í dag. Lokatölur urðu 32:23 í ójöfnum leik. 

Þær norsku komust í 10:2 snemma leiks og eftir það var aldrei spurning hvort liðið léki til úrslita. Noregur mætir annaðhvort Svíum eða Frökkum í úrslitaleiknum. 

Eins og svo oft áður var það Nora Mørk sem skoraði mest, eða átta mörk. Stine Bredal Oftedal skoraði sex og Veronica Kristiansen gerði fimm mörk. Laura van der Heijden var markahæst í liði Hollands með fimm mörk. 

Þórir mun því stýra norska landsliðinu í úrslitaleik á stórmóti í sjöunda skipti á þeim átta árum sem hann hefur verið aðalþjálfari liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert