ÍR tók bæði stigin í Austurbergi

Sveinn Andri Sveinsson brýst í gegnum vörn Víkings í dag.
Sveinn Andri Sveinsson brýst í gegnum vörn Víkings í dag. mbl.is/Hari

ÍR hafði betur gegn Víkingi 30:28 eftir nokkuð jafnan leik í Olís-deild karla í handknattleik í Austurbergi í dag. ÍR er þá með 13 stig í deildilnni en Víkingur er með 5 stig.

ÍR hafði yfir 16:14 að loknum fyrri hálfleik og sami munur var á liðunum þegar uppi var staðið. Leikurinn þróaðist með sama hætti í báðum hálfleikunum. ÍR voru mun ferskari framan af í báðum tilfellum og náðu þá fimm marka forskoti. En í báðum tilfellum náðu Víkingar að vinna sig inn í leikinn. Í fyrri hálfleik fengu Víkingar tækifæri til að jafna leikinn en tókst ekki. Í síðari hálfleik tókst þeim ekki að minnka muninn meira niður en í tvö mörk. 

Unglingalandsliðsmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson skoraði 8 mörk fyrir ÍR og Daníel Ingi Guðmundsson gerði 7/4 mörk. Grétar Ari Guðjónsson stóð fyrir sínu í markinu og varði 14 skot. 

Birgir Már Birgisson og Jón Hjálmarsson skoruðu 7 mörk hvor af hægri vængnum fyrir Víkinga. Davíð Svansson var öflugur í markinu í fyrri hálfleik en varði ekki nema 8 skot í heildina. 

ÍR 30:28 Víkingur opna loka
60. mín. Jón Hjálmarsson (Víkingur) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert