„Sóknarleikurinn í fínu lagi“

Birgir Már Birgisson skorar eitt 7 marka sinna í dag.
Birgir Már Birgisson skorar eitt 7 marka sinna í dag. mbl.is / Hari

Hornamaðurinn Birgir Már Birgisson skoraði 7 mörk fyrir Víking gegn ÍR í Austurbergi í Olís-deildinni í dag en það dugði ekki til því ÍR hafði betur 30:28. 

„Mér fannst við klúðra of mörgum dauðafærum og þurfum að skoða það. Að mestu leyti var sóknarleikurinn í fínu lagi vegna þess að við skoruðum 28 mörk og sköpuðum góð færi til viðbótar við það. En við hefðum þurft að nýta tvö til þrjú dauðafæri til viðbótar,“ sagði Birgir þegar mbl.is spjallaði við hann í Breiðholtinu. 

ÍR-ingar voru mun öflugri í upphafi leiks og náðu snemma fimm marka forskoti. Víkingur náði aldrei að jafna leikinn eftir það en minnkaði hins vegar muninn niður í eitt mark og fékk tækifæri til að jafna í fyrri hálfleik. 

„Okkulr tókst að komast inn í leikinn en hentum því frá okkur um leið og við höfðum saxað á forskotið. Við byrjuðum leikinn mjög illa og vorum of lengi í gang.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert