Meistarar í betri stöðu en í fyrra

Alexander Örn Júlíusson lyftir sér yfir Fjölnisvörnina.
Alexander Örn Júlíusson lyftir sér yfir Fjölnisvörnina. mbl.is/Hari

Íslandsmeistarar Vals luku keppni á Íslandsmótinu í handknattleik karla á þessu ári með öruggum sigri á nýliðum Fjölnis, 34:31, á heimavelli í gær.

Þar með sitja Valsmenn sem fastast í öðru sæti deildarinnar sem er mun betri staða en liðið var í um þetta leyti fyrir ári síðan. Fjölnismenn eru hinsvegar í slæmum málum í neðsta sæti með aðeins fimm stig. Þar á bæ verða menn heldur betur að bíta í skjaldarrendur á síðari hluta keppnistímabilsins, sem hefst í febrúar, ef liðið ætlar sér ekki að falla eftir skamma veru í hópi þeirra bestu.

Valsmenn gerðu það sem þeir þurftu til þess að vinna án þess að vera með sína vöskustu sveit enda er hluti leikmannahópsins meiddur um þessar mundir. Valsmenn munu vafalaust nýta hléið sem nú verður á keppninni til þess að safna kröftum fyrir titilvörnina í vor.

Sjá allt um leikina í Olís-deild karla í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert