Karabatic sló Kristjáni við

Kristján Arason.
Kristján Arason. mbl.is/hag

Franski handknattleiksmaðurinn Nikola Karabatic skaust í fyrrakvöld upp fyrir Kristján Arason á lista yfir 20 markahæstu landsliðsmenn handknattleikssögunnar. Karabatic skoraði 6 mörk þegar Frakkar unnu Hvít-Rússa, 32:25, í B-riðli EM í Króatíu.

Karabatic er í 15. sæti með 1.128 mörk í 283 landsleikjum. Kristján skoraði 1.123 mörk í 245 landsleikjum. Guðjón Valur Sigurðsson er efstur sem fyrr með 1.812 mörk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert