„Þetta er talsvert högg fyrir okkur“

Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég óttast að Kári verði hið minnsta frá keppni í fjórar vikur,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari handknattleiksliðs ÍBV, spurður hvaða áhrif meiðsli Kára Kristjáns Kristjánssonar hafi á Eyjaliðið þegar keppni hefst í Olís-deildinni aftur.

Kári tognaði í aftanverðu læri síðla leiks Íslands og Serbíu á Evrópumótinu í Króatíu í fyrrakvöld.

„Við munum byrja af miklum krafti að leika á ný um mánaðamótin. Auk leikja í deildinni þá eigum við leik í átta liða úrslitum bikarsins og Evrópuleik innan þess tíma sem ég reikna með að Kári verði fjarverandi. Þannig að þetta er talsvert högg fyrir okkur,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert