Mosfellingar á æfingamót í Finnlandi

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleikslið Aftureldingar í karlaflokki fer í dag til Finnlands þar sem það tekur þátt í fjögurra liða æfingamóti sem haldið verður á heimavelli finnsku meistaranna, Cocks, í bænum Riihimäki, norðan Helsinki.

Auk liða Aftureldingar og Cocks taka Ólafur Gústafsson og félagar í danska liðinu Kolding þátt og hvítrússneska liðið Meshkov Brest. Síðarnefnda liðið leikur í Meistaradeild Evrópu en stillir ekki upp sinni sterkustu sveit í mótinu þar sem margir leikmenn eru nú að með landsliðum sínum í EM í Króatíu.

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sagði við Morgunblaðið í gær að Birkir Benediktsson gæti leikið með liðinu á mótinu í Finnlandi. Hann hefur jafnað sig eftir að hafa fingurbrotnað í nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert