Dagur og Guðmundur mætast í úrslitaleik

Guðmundur Þ. Guðmundsson og Dagur Sigurðsson.
Guðmundur Þ. Guðmundsson og Dagur Sigurðsson. mbl.is/Golli

Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson munu mætast með landslið sín í úrslitaleik um farseðilinn í undanúrslit Asíumótsins í handknattleik á morgun.

Jap­an, und­ir stjórn Dags, og Barein, und­ir stjórn Guðmund­ar, eru sam­an í mill­iriðli móts­ins sem fram fer í Suður-Kór­eu. Eftir tvo leiki eru liðin jöfn með tvö stig og mætast í lokaumferðinni þar sem sæti í undanúrslitunum er undir.

Barein vann Sameinuðu arabísku furstadæmin í gær en tapaði fyrir Katar í dag. Staðan í hálfleik var 13:11 fyrir Katar sem að lokum vann átta marka sigur, 29:21. Katar er með fullt hús stiga í milliriðlinum.

Japan tapaði fyrir Katar í gær en vann öruggan sigur á Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Staðan í hálfleik var 14:9 og sigurinn var aldrei í hættu eftir hlé, lokatölur 27:20 og Japan krækti í sín fyrstu tvö stig.

Tvö af liðunum fjór­um í riðlin­um kom­ast áfram í undanúr­slit og hefur Katar þegar tryggt sæti sitt þar. Dagur og Guðmundur munu því bítast um hinn farseðilinn áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert