Díana leikur hjá Kristni í Noregi

Díana Kristín Sigmarsdóttir.
Díana Kristín Sigmarsdóttir. mbl.is/Golli

Handknattleikskonan Díana Kristín Sigmarsdóttir er komin til Noregs og byrjuð að spila með liði Förde í norsku 1. deildinni. Þessi 22 ára gamli Selfyssingur ákvað að fá samningi sínum við ÍBV rift í síðasta mánuði, en hún kom til Eyjaliðsins frá Fjölni eftir að hafa verið markadrottning Grafarvogsliðsins.

Hjá Förde leikur Díana Kristín, sem er örvhent skytta, undir stjórn þjálfarans Kristins Guðmundssonar. Hún hefur þegar leikið sína fyrstu tvo leiki fyrir félagið, en hún skoraði tvö mörk í 34:27-tapi gegn Fjellhammer og eitt mark í eins marks sigri á Aker, 29:28.

Förde er í 9. sæti af 12 liðum í næstefstu deild Noregs, með 9 stig eftir 13 leiki, tveimur stigum frá fallsæti. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert