„Þetta er eitthvað sem maður skilur ekki“

Gunnari Magnússyni, þjálfari Hauka, var ekki skemmt í kvöld.
Gunnari Magnússyni, þjálfari Hauka, var ekki skemmt í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var niðurlútur eftir tapið gegn Selfyssingum í Olísdeild karla í handbolta í kvöld – og lái honum hver sem vill. Haukar köstuðu sigrinum frá sér í lokin.

„Við spiluðum frábærlega í 57 mínútur. Svo köstum við þessu bara frá okkur í lokin. Auðvitað þarf maður aðeins að kryfja þetta, en reynslumiklir menn með mikla getu, bara kasta honum beint frá sér. Ég veit ekki hvort menn blokkerast eða hvað. Þetta er eitthvað sem maður skilur ekki. Óskiljanlegt,“ sagði Gunnar í samtali við mbl.is eftir leik.

Haukar leiddu 22:25 þegar þrjár mínútur voru eftir en Selfyssingar náðu á ótrúlegan hátt að stela boltanum í þrígang og skora sigurmarkið þegar tvær sekúndur voru eftir, 26:25.

„Við vorum frábærir í 57 mínútur og ég er ánægður með þann hluta leiksins. Svo fáum við dauðafæri í lokin til að komast yfir [sem Sölvi Ólafsson varði] og það var kannski punkturinn yfir i-ið að Elvar Örn [Jónsson] kemur með eitthvað skot í lokin sem ég skil ekki hvernig fór í gegn. Það var með ólíkindum. Þetta er svakalega svekkjandi. Það gerist ekki verra,“ sagði Gunnar að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert