Í riðli með Þjóðverjum og Svíum

Bjarni Fritzson er þjálfari U-20 ára landsliðsins.
Bjarni Fritzson er þjálfari U-20 ára landsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í morgun var dregið í riðla fyrir úrslitakeppni EM U-20 ára karlaliða í handknattleik en mótið fer fram í Slóveníu í sumar frá 19.-29. júlí.

Íslenska liðið var í öðrum styrkleikaflokki og dróst í riðil með Þýskalandi, Svíþjóð og Rúmeníu. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8 liða úrslit.

Mótið fer fram í Celje sem er 40.000 manna borg í 80 km fjarlægð frá höfuðborginni Ljubljana. Eitt öflugasta félagslið Evrópu, Celje Pivovarna Lasko, kemur frá þessari borg og er mikil hefð fyrir handbolta á þessu svæði. Íslenska A-landsliðið lék sína leiki í lokakeppni EM 2004 í íþróttahöllinni í Celje.

Bjarni Fritzson er þjálfari U-20 ára liðsins.

Riðlarnir á EM.
Riðlarnir á EM. Ljósmynd/ehf
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert